Dælubrunnar

Flygt 

Flygt dælubrunna er hægt að panta bæði sem standard lausn og einnig sem sérsmíði. Margir möguleikar um aðgengi ef valið er að hafa tveggja brunna lausn þar sem dælur eru þurruppstilltar í dælubrunn.

Flygt brunnar eru í flestum tilfellum sérsmíði þar sem dælur og stærð brunns er valinn eftir flæði og þrýstifalli í lögnum hjá hverjum viðskiptavin fyrir sig.

Heyrðu í sölumanni hjá okkur og við finnum réttu lausnina fyrir þig.

 

 

Zehnder

Eigum til á lager dælubrunna frá Zehnde með tveimur dælum
Brunnarnir koma í þremur stærðum, frá 1,6 meter og upp í 3,1 meter í dýptina. Brunnar koma með kraga í toppnum sem er hægt að hækka um allt að 28 cm, hæð sem leggst þá við dýpt brunnsins.

Brunnarnir koma með forsmíðuðum og tengdum lögnum innan brunns, sleðum til að slaka dælum ofna í dælusætin, stýringum og nemum til hæðarskynjunar fyrir stýringu. Staðal lausn sem við bjóðum er 2 dælu brunnar þar sem 2 dælur eru í hverjum brunni og skiptast þær á að keyra og geta samkeyrt ef flæðið eykst mikið.Hægt er að velja mismunandi dælustærðir ofan í hvern brunn og eigum við mismunandi dælusett til á lager sem passa fyrir alla brunna.